Bílar

Kia vann til þriggja hönnunarverðlauna

Þrír Kia bílar unnu einnig til verðlauna á síðasta ári.

Kia Stinger er einn þeirra þriggja Kia bíla sem verðlaunaðir voru.

Kia Stinger, Stonic og Picanto sigruðu allir í sínum flokkum á iF hönnunarverðlaununum sem þykja ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum. Kia hefur þar með unnið til 15 iF hönnunarverðlauna fyrir bíla sína undanfarin ár. Þrír Kia bílar unnu einnig til verðlauna á síðasta ári.


Í ár fékk Kia Stinger iF verðlaunin í flokki sportlegra stallbaka og er í umfjöllun dómnefndar er Stinger sagður klassískur Gran Tourismo með mikið og flott innanrými. Kia Stonic vann til verðlauna í crossover flokknum og er lýst í umsögn dómnefndar með nútímalegt og ögrandi útlit sem tekið er eftir. Þriðja kynslóð Kia Picanto fékk verðlaun í smábílaflokki og í umsögn dómnefndar er nýr Picanto sagður koma með unglegt og ferskt yfirbragð í smábílaflokkinn. Skynsamleg hönnun Picanto er sögð gera það að verkum að bíllinn er með eitt besta innanrýmið í sínum stærðarflokki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

12% færri bílar seldir í ár

Bílar

Bestu kaupin í Dacia samkvæmt Auto Trader

Bílar

Nýr Opel Grandland X frumsýndur

Auglýsing

Nýjast

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Djakarta sekkur í hafið á methraða

Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu

Tókst að reka grind­hvalina úr friðinum

Auglýsing