Að framan er „Tiger Nose“ hönnun Kia í fyrirrúmi ásamt hefðbundnara grilli. Loks eru kantaðir hjólbogarnir áberandi sem þýðir að þeir munu ná í framleiðslu þótt felgurnar hafi minnkað um eina tommu. Bíllinn verður frumsýndur seinna í mánuðinum og fer í sölu seinna á árinu, og þá verða hlutir eins og innrétting og tæknibúnaður betur ljósir.
Flest í útliti EV9 frá tilraunaútgáfu heldur sér eins og kassalaga hliðarsvipur og hjólbogar. MYND/KIA
Það styttist að Kia frumsýni EV9 en hann verður kynntur til sögunnar seinna í þessum mánuði. Til að halda blaðamönnum við efnið setti Kia á netið útlínumyndir af bílnum sem sýna betur en áður vissa hluti í útliti hans. Hliðarmyndin sýnir vel að kassalaga útlit hans mun halda sér og líka L-laga díóðuljósin. Munu afturljósin meðal annars ná upp með D-bitum bílsins og upp í vindskeiðina fyrir ofan afturrúðuna.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir