Næsta kynslóð hins kassalaga Kia Soul verður eingöngu í boði rafdrifinn og mun fást með tveimur stærðum af rafhlöðum, 64 kWh og með 150 kW rafmótor og 39,2 kWh og með 100 kW rafmótor. Kia ætlar að kynna bílinn á bílasýningunni í Genf sem hefst 7. mars. Bíllinn verður framleiddur í Gwangju verksmiðju Kia í heimalandinu S-Kóreu. Sala bílsins hefst í Evrópu í lok árs. Drægni bílanna verður ansi drjúg, eða 452 km og 277 km samkvæmt nýju WLTP reglugerðinni. 

Kia segir að rafhlöður bílanna hafi 25% meira geymslurými rafmagns hvað rúmmál þeirra snertir og að rafhlöðurnar séu 30% skilvirkari en söluhæsta rafmagnsbíl heims, Nissan Leaf. Hlaða má rafhlöður bílanna að 80% hleðslu á 42 mínútum með 100 kW hleðslustöð. Rafhlöður bílanna verður í ábyrgð í 7 ár eða upp að 150.000 km akstri bílanna. Þyngd bílanna er 1.682 kg með stærri rafhlöðurnar og 1.593 kg með minni rafhlöðurnar. Skottrýmið er aðeins 315 l. með aftursætin uppi en 1.339 l. með þau niðri.