,Árið 2022 var sigursælt ár fyrir Kia. EV6 fékk fjölda viðurkenninga og var m.a. útnefndur Bíll ársins og Niro fékk einnig mikið af verðlaunum og er nú tilnefndur sem Bíll ársins," segir Jason Jeong, forstjóri Kia Europe.

Kia hefur verið einn vinsælasti bílaframleiðandi Íslendinga undanfarin ár og var EV6 valinn bíll ársins meðal bílablaðamanna á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir eftir nýjum og alrafmögnuðum EV9 sportjeppa sem mun hafa allt að 540 kílómetra drægi. Áætlað er að forsala á Kia EV9 hefjist í sumar.