Kia EV6 er fyrsti bíllinn sem byggður er á E-GMP raf bílaundirvagninum. Það sést vel að bíllinn er rafmagnsbíll þar sem að nánast ekkert grill er á bílnum. Framljósin eru stór og ná alveg aftur að framdekkjum og kallar Kia þetta útlit „Stafrænt andlit tígursins“ sem nokkurs konar þróun frá fyrra útliti. Einnig er EV6 fyrsti bíllinn til að nota nýtt merki Kia. Þaklínan minnir meira á kúpubak svo að bíllinn er sportlegur á að líta. Sumir hafa ef laust áttað sig á líkindum hans við Ioniq 5 bíl Hyundai enda byggja bílarnir á sama grunni og verða líkast til með sömu rafhlöður og rafmótora. Það þýðir að bíllinn verður með annað hvort 58 eða 72,6 kWst raf hlöðu með allt að 500 km drægi. Nokkrar aflútgáfur verða í boði, allt frá afturhjóladrifi með 168 hestöf l og 350 Nm tog, upp í fjórhjóladrifinn bíl með 208 hestöfl á afturdrifi og 94 hestafla mótor að framan. E-GMP undirvagninn býður upp á 800V rafkerfi sem þýðir að hann ræður við allt að 200 kW hleðslustöð, svo hægt verður að hlaða bílinn frá 10% í 80% á aðeins 18 mínútum.

Nýtt bogadregið mælaborð er í raun og veru háskerpu upplýsingaskjár þar sem hægt verður að stjórna flestu innan í bílnum.

Að innan verður bíllinn með nýju upplýsingakerfi sem kallast AVN (Audio Visual and Navigation) og er í háskerpu. Verður hluti af stjórnborði bílsins gegnum bogadreginn skjáinn. Lögð verður áhersla á notkun endurvinnanlegra efna og eru framsætin úr endurunnu plasti. Bíllinn verður formlega frumsýndur 30. mars næstkomandi og munu þá frekari upplýsingar liggja fyrir. Mun sala á honum hefjast í kjölfarið en engin verð hafa verið gefin út fyrir frumsýningu, segir Jónas Kári Eiríksson, vörumerkjastjóri hjá Öskju.