Bíll ársins hefur verið valinn síðan 2001, fyrir utan hrunárið 2009 og hlýtur verðlaunahafinn Stálstýrið til geymslu í eitt ár. Kia EV6 varð efstur í valinu að þessu sinni en skammt á hæla hans kom systurbíllinn Hyundai Ioniq 5, en þriðji var kínverski rafbíllinn Aiways U5.