Bíll ársins hefur verið valinn síðan 2001, fyrir utan hrunárið 2009 og hlýtur verðlaunahafinn Stálstýrið til geymslu í eitt ár. Kia EV6 varð efstur í valinu að þessu sinni en skammt á hæla hans kom systurbíllinn Hyundai Ioniq 5, en þriðji var kínverski rafbíllinn Aiways U5.
Kia EV6 er vel að verðlaununum komin enda stutt síðan hann var valinn Bíll ársins í Evrópu. MYND/BERNAHRD KRISTINN
Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur nú valið bíl ársins í síðasta skiptið, en ákveðið hefur verið að leggja verðlaunin niður, allavega tímabundið, vegna lítils áhuga íslenskra bílaumboða á verðlaununum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir