Bíllinn hefur breyst nokkuð í útliti og sérstaklega að framanverðu en innanrýmið hefur einnig fengið uppliftingu. 12,3" stafræni ökumælaklasinn og 10,25" snertiskjár fyrir leiðsögukerfi eru samþættir í láréttri stöðu á mælaborðinu. Bíllinn er búinn hinu nýja UVO CONNECT appi sem flytur akstursupplifunina inn í nýja, stafræna vídd. Með appinu er einnig hægt að virkja fjölda mikilvægra aðgerða fjarri bílnum með nokkrum smellum á símann. Kia Ceed Sportswagon PHEV kemst allt að 57 km á rafmagningu eingöngu

Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinnútfærslu er búinn nýrri aflrás sem samanstendur af 8,9 kW liþíum-pólymer rafgeymastæðu, 44,5 kW rafmótor og sparneytinni, 1,6 lítra bensínvél með beinni innsprautun með sex þrepa gírskiptingu. Losun CO2 er einungis 28 gr/km frá 141 hestafla aflrásinni. Meðaleyðslan er uppgefin 1,5 l/100 km. Verð á nýjum Kia Ceed Sportswagon er frá 4.640.777 kr. Auk frumsýningar á Kia Ceed Sportswagon PHEV mun Askja einnig sýna á laugardag mikið úrval af raf-, tengiltvinn- og tvinnbílum frá Kia, Mercedes-Benz og Honda í sýningarsölum fyrirtækisins að Krókhálsi.