Klukkan hálf níu í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um umferðaróhapp í miðborginni. Ökumaður hafði ætlað sér að rétta af bifreið í stæði en missti stjórnina og keyrði í gegnum rúðu veitingahúss. Engin slys urðu á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en milli 17 í gær og 5 í nótt voru 39 máluð bókuð.

Um tvö í nótt var 16 ára ökumaður stöðvaður í Breiðholti. Hann var kærður fyrir akstur án ökuréttinda og eldri farþega hans fyrir að fela of ungum ökumanni stjórn ökutækisins. Haft var samband við forráðamann og málið tilkynnt til barnaverndar.

Rétt eftir tíu var tilkynnt um slagsmál utandyra í Hlíðahverfi. Það reyndust þó bara vera óðamála vinir í faðmlögum.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra var með ólöglegan hníf sem var haldlagður og annar var með neysluskammt ólöglegra vímuefna í fórum sínum.

Rétt eftir sex var tilkynnt um árekstur og afstungu í Bústaðahverfi.