Þriggja bíla á­rekstur varð þegar ekið var aftan á lög­reglu­bíl sem hafði stöðvað annan bíl. Við á­reksturinn kastaðist lög­reglu­bíllinn fram og lenti á bílnum sem verið var að skoða. Að­eins minni­háttar slys urðu á fólki sam­kvæmt því sem kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í nokkru að snúast í nótt en 98 mál voru skráð frá klukkan fimm í gær­kvöldi þangað til klukkan fimm í morgun og tveir voru látnir gista í fanga­klefum.

Til­kynnt var tvisvar um þjófnað í verslun í mið­borginni, bæði málin voru af­greidd á vett­vangi. Þá var tvisvar til­kynnt um slags­mál í mið­borginni þar sem lög­regla mætti á vett­vang en meira er ekki skráð.

Um­ferðar­mál

Nokkuð var um mál sem tengdust um­ferðinni. Til­kynnt var um minni­háttar um­ferðar­ó­happ um sjö­leitið og eld í bif­reið um átta. Klukkan hálf tíu var öku­maður stöðvaður sem reyndist bæði vera ölvaður og án réttinda. Hálf ellefu var til­kynnt um út­afakstur og um mið­nætti voru tveir hand­teknir fyrir ölvunar­akstur við um­ferðar­póst.

Skömmu eftir mið­nætti var til­kynnt um um­ferðar­slys þegar öku­maður missti stjórn á bif­reið þannig að hún lenti á um­ferðar­skilti og klukkan tvö um nóttina var sau­tján ára öku­maður gripinn við að keyra á 119 kíló­metra á klukku­stund þar sem há­marks­hraðinn er 80 kíló­metrar á klukku­stund.

„Lög­regla vill brýna fyrir öku­mönnum að mikið nætur­frost er á götum borgarinnar á þessum tíma árs og því ber að haga hraða eftir að­stæðum,“ segir í dag­bókinni.

Af­skipti af fólki

Lög­reglan að­stoðaði dyra­verði við að vísa ein­stak­ling frá skemmti­stað stuttu eftir klukkan tíu um kvöld. Honum hafði verið vísað út af staðnum fyrr um kvöldið vegna ölvunar­s­á­stands.

Til­kynnt var um gest með ógnandi til­brigði á gisti­heimili skömmu eftir klukkan fjögur um nóttina. Lög­reglan fór á vett­vang og hand­tók gestinn, sem gistir nú í fanga­geymslu. Gesturinn fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu um að yfir­gefa svæðið, sam­kvæmt dag­bókinni.

Lög­regla fór á vett­vang eftir til­kynningu um inn­brot skömmu eftir klukkan átta um kvöld. Einn ein­stak­lingur var hand­tekinn sem reyndist vera ofur­ölvi. Hann gat ekki gefið deili á sér og var vistaður í fanga­geymslu þangað til á­stand hans skánar.

Rétt fyrir klukkan hálf níu var ein­stak­lingur hand­tekinn með um­tals­vert magn fíkni­efna í fórum sér.