Til­kynnt var um um­ferðar­slys á Reykja­nes­braut í Hafnar­firði á tíunda tímanum í gær. Bíll hafði þá ekið á vega­skilti og síðan á ljósa­staur með þeim af­leiðingum að bíllinn valt nokkrar veltur. Ljósa­staurinn féll í kjöl­farið og lenti aftan á öðrum bíl.

Öku­maðurinn er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og að hafa stolið bílnum. Hann var fluttur með sjúkra­bif­reið til að­hlynningar á Bráða­deild Land­spítala en ekki er vitað um á­stand hans að svo stöddu.

Öku­menn undir á­hrifum

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af fleiri öku­mönnum sem voru grunaðir um akstur undir á­hrifum í gær.

Klukkan fjögur síð­degis var öku­maður stöðvaður í Laugar­dalnum grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna, í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum, brot á vopna- og lyfja­lögum og fleiri brot. Maðurinn var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá voru tveir öku­menn til við­bótar stöðvaðir í Austur­bæ og Breið­holti á fimmta og sjöunda tímanum í gær. Annar öku­mannanna var einnig grunarður um vörslu fíkni­efna.