Lands­réttur hefur stað­fest úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­víkur þess efnis að er­lendur karl­maður, sem grunaður er um kyn­ferðis­brot, sæti á­fram­haldandi far­banni.

Maðurinn, sem kom hingað til lands í þeim til­gangi að eyða hér ára­mótunum, er grunaður um kyn­ferðis­brot að kvöldi 1. janúar síðast­liðinn. Maðurinn kom til landsins á gaml­árs­dag og hugðist dvelja hér til 9. janúar.

Hann kynntist meintu fórnar­lambi sínu á Tinder áður en hann kom til landsins, en sam­kvæmt úr­skurði héraðs­dóms var meint brotið framið í bif­reið konunnar. Segir konan að maðurinn hafi þvingað hana til munn­maka og haft við hana sam­ræði.

Maðurinn hefur neitað sök í málinu og kveðst hafa haft sam­ræði og önnur kyn­ferðis­mök við konuna með sam­þykki hennar. Í úr­skurðinum er bent á að maðurinn hafi keypt flug­miða úr landi í skyndi þann 2. janúar síðast­liðinn, daginn eftir meint brot.

Sam­kvæmt fram­burði vitnis var hann á leið út á Kefla­víkur­flug­völl þegar hann gaf sig loks fram við lög­reglu sem þá hafði lýst eftir honum. Maðurinn er ekki sagður hafa gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott.

Héraðs­sak­sóknari mat það svo að nauð­syn­legt væri að maðurinn sætti á­fram­haldandi far­banni til að tryggja nær­veru hans meðan málið er til rann­sóknar og með­ferðar hjá lög­reglu og dóm­stólum.

Héraðs­dómur tók undir þessi sjónar­mið í úr­skurði sem féll 28. febrúar og stað­festi Lands­réttur úr­skurðinn síðast­liðinn fimmtu­dag, 2. mars. Verður maðurinn í far­banni á­fram en þó ekki lengur en til 28. mars næst­komandi.