Banda­ríski leikarinn Kevin Spacey hefur verið á­kærður í Bret­landi fyrir fjögur kyn­ferðis­brot gegn þremur mönnum. BBC greinir frá og vísar í ríkis­sak­sóknara Eng­lands og Wa­les.

Spacey, sem er 62 ára gamall, var á­kærður eftir rann­sókn lög­reglunnar í Lundúnum á nokkrum at­vikum sem áttu sér stað á árunum 2005 til 2013.

Þrjú at­vikanna tengjast kyn­ferðis­of­beldi sem er sagt hafa átt sér stað í Lundúnum og eitt í Gloucester­skíri. Þá er hann einnig á­kærður fyrir annað al­var­legt kyn­ferðis­brot í Lundúnum.

Árið 2017 stigu nokkrir menn fram og lýstu yfir upp­lifun sinni af kyn­ferðis­legri mis­notkun og á­reitni frá Spacey í tengslum við MeToo byltinguna. Þeirra á meðal er leikarinn At­horny Rapp sem segir Space hafa á­reitt sig árið 1986 þegar Rapp var að­eins fjór­tán ára gamall.

Í kjöl­farið slitu fjöl­margir kvik­mynda­fram­leið­endur samningum sínum við Spacey, þar á meðal Net­flix sem fjar­lægði hann sem aðal­leikara þáttanna Hou­se of Cards.