Ketill Sigurður Jóels­son við­skipta­fræðingur gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins á Akur­eyri fyrir sveitar­stjórnar­kosningarnar í vor.

„Nú er kominn tími til þess að horfa með bjart­sýnum augum til fram­tíðar og setja okkur mark­mið til lengri tíma en að­eins eitt kjör­tíma­bil í einu. Á Akur­eyri er ó­trú­lega gott að búa, hér eru frá­bærir skólar, allt frá leik­skóla til há­skóla, fjöl­breytni tóm­stunda mjög mikil og góður grunnur til þess að reka hér fjöl­skyldu,“ segir Ketill.

Í til­kynningu frá Katli kemur fram að hann sé menntaður við­skipta­fræðingur og að hann stundi eigin rekstur sam­hliða starfi sem verk­efnis­stjóri á rekstrar­deild um­hverfis- og mann­virkja­sviðs Akur­eyrar­bæjar.

Hann hefur verið virkur í starfi Sjálf­stæðis­flokksins og tekið bæði virkan þátt í kosningum og starfi flokksins.

„Grunn­stoðir sam­fé­lagsins eru eins og þær gerast bestar og tæki­færin mý­mörg. Hér er flug­völlur í upp­byggingu, fram­sækið sjúkra­hús, blóm­leg verslun og sterkur iðnaður. Ný hverfi eru að rísa með mögu­leika á fjölgun íbúa. Fyrir­tæki og ríki standa hér að mikilli upp­byggingu þar sem ný fyrir­tæki koma til Akur­eyrar, eldri fyrir­tæki stækka við sig og ríkið styrkir stoðir sam­fé­lagsins með byggingu heilsu­gæslu­stöðva, hjúkrunar­heimilis, flug­stöðvar, aukinnar flutnings­getu raf­magns og bættum sam­göngum,“ segir hann.