Nara Walker, áströlsk kona sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns í nóvember árið 2017, telur að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist henni. Hæstiréttur hafnaði nýverið málskotsbeiðni Nöru, en Landsréttur dæmdi hana í átján mánaða fangelsi fyrir atvikið. Þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Nara sagði sögu sína í Fréttablaðinu fyrir stuttu og hefur einnig gagnrýnt íslensku lögregluna í áströlskum fjölmiðlum. Hún ætlar með málið lengra og íhugar að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 

Í Landsrétti var ekki fallist á að viðbrögð Nöru hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.

Sjá einnig: „Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Nara hefur sætt farbanni frá því í nóvember 2017. Hún segist vera miður sín að Hæstiréttur hafi hafnað málskotsbeiðni hennar og gagnrýnir lögreglu fyrir að hafa ekki rannsakað áverka hennar umrætt kvöld. 

„Ég trúði innilega á réttarkerfið þar sem ég hafði gert ráð fyrir því að Ísland væri leiðandi ríki í jafnrétti og réttindum kvenna. Mér hefur verið sýnt að þetta er málefni sem þykir ekki mikilvægt að viðurkenna eða rannsaka innan kerfisins þegar að sönnunargögnin eru til staðar,“ segir í yfirlýsingu frá Nöru sem þýdd hefur verið úr ensku. 

Segir hún að það hafi orðið henni ljóst að hún hafi ekki átt neinn séns frá upphafi. Frá byrjun rannsóknarinnar hafi verið litið á hana sem árásarmann, í stað þess að hlusta á ásakanir hennar í garð þáverandi eiginmanns síns um ítrekað heimilisofbeldi og sjálfsvörn. 

Segir hún einnig að sjúkraskýrslur hafi verið virtar að vettugi, en telur hún þær staðfesta frásögn hennar um að eiginmaður hennar hafi beitt hana ofbeldi áður en hún beit hann. 

Í samtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári sagði Nara að fyrir dómi hafi hún viðurkennt að hafa bitið þáverandi eiginmann sinn en það hafi ekki gerst í tómarúmi. 

„Ég viðurkenni að ég beit hluta tungunnar af á meðan hann hélt mér nauðugri. Það gerðist hins vegar ekki í tómarúmi. Hann hafði ráðist á mig og beitt mig ofbeldi. Borið mig inn í íbúðina þar sem hann hélt mér fastri og tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum. Hann gekkst við því fyrir dómi að hafa beitt mig áður ofbeldi,“ sagði Nara. „Ég var með mikla áverka eftir hann en lögregla fór með mig í fangelsi en ekki á spítala. Ég gekk sjálf á spítalann um miðja nótt eftir að hafa verið látin laus úr haldi.“ Í umræddri yfirlýsingu gagnrýnir Nara lögregluyfirvöld hér á landi frekar.  

„Ég veit að það eru aðrar leiðir færar, til dæmis Mannréttindadómstóll Evrópu, sem er leið sem margar konur á Íslandi hafa bent mér á,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segist hún einnig íhuga að senda aðra málskotsbeiðni til Hæstarétts, en telur hún henni hafa verið hafnað á röngum grundvelli. 

Þá segist Nara hafa áttað sig á því að það sé ekki grundvöllur í íslenskum lagaramma til þess að tryggja rétt fórnarlamba heimilisofbeldis til þess að verja sig. „Þögnin er yfirþyrmandi og gleypir konur á hverjum degi. Ég get séð hvernig fjölmargar konur eru fastar í limbói. Yfirvöld segja að þau geti ekki gert neitt fyrr en eitthvað gerist. Þegar við leitum okkur hjálpar, erum erum við smánaðar fyrir að vera áfram með ofbeldismönnum eða sagt að við höfum ekki nægar sannanir, ferli sem getur speglað harðræði af hálfu ofbeldismanna okkar. Þegar við verjum líkama okkar frá árás þykir það óásættanlegt.“ 

Segir hún það þó huggun í harmi að vita að hún standi ekki ein og saga hennar sé saga margra kvenna. 

„Kerfið gæti hafa brugðist mér, en þetta er ekki endirinn. Það er stríð og það er að gerast í næsta húsi. Það er kominn tími til að við viðurkenna óréttlætið sem á sér stað.“

Að lokum segist Nara hafa verið miður sín eftir að Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni hennar. „Ég á möguleika á því að taka málið lengra, en ég finn samt fyrir þunga kerfis sem neitar að viðurkenna staðreyndir málsins,“ segir hún. „Ég sit eftir með dóm sem í sjálfu sér er lífstíðardómur. Sálræn barátta sem ég berst við eftir áralangt ofbeldi og tilfinningu að ég sé ekki óhult fylgir mér að eilífu með vaxandi tengslaleysi við réttindi mín.“

Yfirlýsing frá Nöru Walker í heild sinni. 

I have been in Iceland on a travel ban for 462 days (06/02), with the trust in the system decreasing with each step that I have proceeded forward. I have continued with the hope that a subject so serious and apparent within society would be taken sternly. I sincerely believed in the justice system as I had presumed that Iceland was a country leading equality and woman's rights. I have been shown that this is a subject the system does not find important to review or acknowledge. When the evidence is there.
 
It has become evident to me that I had no chance from the start. The investigation began with me painted as the aggressor, rather than taking my pleas of abuse seriously or the medical reports of two of us showing that my then husband had attacked and seriously injured the two of us prior to him being injured in my defence, or that the Icelandic witness stated that my then husband had placed drugs in everyones drinks.
 
I would like to know what the correct procedures are for when one informs the police of abuse; when there is an assault; or when a witness states that there have been drugs placed in the drinks of them-self and others.
 
No one was drug tested, nor was I taken to hospital and my statement regarding the assault from my ex seemed to go with no further investigation as there was a statement made some hours later within the press, while I was still in jail, that they were not investigating (or suspecting) violence from he towards me. 
The police report states that I said on the night that he had assaulted me three times, that I was the victim.
 
I know there are other options to proceed with, for instance the European Court of Human Rights, which is a direction many women in Iceland have asked me to take. 
 
I applied to the Supreme Court for the laws on Self-Defence and Domestic Violence to be revised and though it was stated twice within my application that I was not applying for the revision of testimonies, it was rejected due to the lower courts being the place for testimonies to be reviewed and not in the Supreme Court.
As far as I am aware it is also possible for me to re-open my application with a committee in the Supreme Court. Which is an avenue I may take. 
 
It is however clear to me that I have been speaking my truths to a system that is engrained with a structure that has shown that the veil of silence regarding domestic violence is adamant. It's been made clear to me that there seem to be no grounds in the current state of law that give me or rather "we" victims of abuse rights to defend ourselves. With this in mind I can only feel the fear portrayed in fairytales to be the true structures of the world we live in today.This silence is deadly and it takes women everyday. I can see that many women are stuck within a life of limbo;
The authorities say that they can not do anything until something happens. 
When we do seek help, many of us are shamed for staying with the abuser or told we have invalid evidence, the process at times mirroring the harshness of our abusers. 
When we defend our bodies from an attack this is again viewed as unacceptable behaviour. 
So I ask, what are we meant to do?
 
It is 2019. Are crimes of passion still accepted within the courts. 
It is clear I was leaving at the same time as another man from my home and my then husband assaulted us both. 
Is his behaviour then justifiable within Icelandic law?
and therefore I can not be viewed as acting in self-defence?
 
I fear that a major role that played against me is that I am a foreigner and therefore an expendable person. 
 
I feel helpless again, as I did so many times at the hands of my ex husband. Only this time I know my voice, my story is not alone even within the system that fails to recognise it. It is a time for women to tell their stories as a united voice, we together are a stronger voice. With this at the core of my heart I find strength to continue to advocate change. The system may have failed me, though this is not the end. 
 
There is a war and it is happening next door. It's time we recognise the injustice happening to our sisters, mothers, friends and lovers.
 
With the rejection from the Supreme Court I feel heartbroken, my time here has been spent working on taking this as far as I can, it has been very difficult. I have been striving not only for the truth to be acknowledged, but for a system to become more aware of a life so many of us endure each day. To work towards a better justice system for victims of domestic violence. Yet it has continued to hit road blocks. My hopes seem to be lost within a system that has shown lack of interest in the subject. 
I have the option to take it further, however I am somewhat feeling the full brunt of a system that refuses to acknowledge facts, that fall on deaf ears.
 
I am left with a conviction that within it's self is somewhat a life sentence. A psychological battle that I struggle with after the years of abuse and the feeling of being un-safe forever growing with the disconnect to my rights.