Kennsla við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fellur niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar, vegna óveðurs.

„Kæra starfsfólk og nemendur. Það stefnir í vonskuveður á morgun, föstudag. Gefin hefur verið út appelsínugul/rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og mun kennsla á vegum Háskóla Íslands falla niður á morgun. Ég hvet alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum Veðurstofu Íslands. Bent er á að starfsfólk sem á erfitt með að mæta til vinnu vegna veðurs vinni heima eftir því sem tök eru á,“ segir í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor.

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur ekki gefið frá sér tilkynningu en líklegt er að kennsli fari fram á morgun.

Fellur ekki niður á Akureyri

Skólahald í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík fellur einnig niður. Skólabyggingum verður haldið opnum til að tryggja að yngstu börn starfsmanna í neyðarþjónustu fái lágmarksþjónustu.

„Halda þarf hins vegar skólabyggingum opnum til að tryggja að yngstu börn starfsmanna í neyðarþjónustu fái lágmarksþjónustu. Þetta er gert með lágmarksmönnun. Þar er átt við stjórnendur, umsjónarmann skóla og aðra lykilstarfsmenn sem þið ákveðið að séu við störf til að taka á móti og vera með þeim fáu börnum sem koma,“ segir í tilkynningu skóla og frístundasvíðs til leikskóla og grunnskóla.

Sömuleiðis fellur allt skólahald niður á Skagaströnd og í Húnaþingi vestra. Íþróttahúsið og sundlaugin verða einnig lokuð á Skagaströnd. Þetta kemur fram fréttavef Húnvetninga..

Ekki er talið líklegt að veður trufli skólahaldi á Akureyri á morgun. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Að höfðu samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða á grundvelli veðurspár. Fólk er þó beðið að fylgjast vel með heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar ef til þess kemur að röskun verði á skólahaldi,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn.