Kennsla Foss­vogs­skóla í hús­næði Korpu­skóla hefst ekki fyrr en á mið­viku­dag. Það þurfi að bæta við öðrum skipu­lags­degi vegna þess að starfs­fólk mátti flytja mun minna af dóti yfir en þau héldu.

„Hús­gögnin voru þrifin af til þess bærum sér­fræðingum um helgina og flutt upp eftir,“ segir Helgi Gríms­son sviðs­stjóri skóla- og frí­stunda­sviðs, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að af náms­gögnum megi ekkert flytja og starfs­fólk fái að­eins að taka tölvur sínar með sér í Korpu­skóla.

„Það er eftir ráð­gjöf frá sér­fræðingum EFLU sem leið­beindu okkur með það,“ segir Helgi.

Hann segir að það þurfi að bæta við skipu­lags­degi á morgun.

„Dagurinn í dag dugði ekki til. Við vorum að vinna eftir öðrum leið­beiningum á föstu­daginn varðandi undir­búning á flutningi og efni og það er búið að tak­marka núna enn frekar það sem starfs­fólk má taka með sér og það krafðist þess að þau þurfa að fá enn meiri tíma til að bæði til að tryggja náms­gögn frá Mennta­mál­stofnun og til að huga betur að verk­efna­gerð því það er svo tak­markað sem þau geta tekið með sér í nýtt hús­næði,“ segir Helgi.

Hann segir að eldri börnin verði því aftur heima á morgun en að yngri börn fái að vera í frí­stund eins og þau fengu að vera í dag.

Engin mygla hafi greinst í Korpu­skóla

Aldrei hefur mygla greinst í Korpu­skóla og engar á­bendingar, kvartanir, á­bendingar eða at­huga­semdir borist vegna raka­skemmda eða loft­gæða í Korpu­skóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í hús­næðinu. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg en í frétt Morgun­blaðsins í dag kom fram að for­eldrar barna í Foss­vogs­skóla hafi á­hyggjur af stöðunni í Korpu­skóla eftir að hafa farið í skoðunar­ferð þar.

„Upp hefur komið um­ræða um heil­næmi hús­næðis Korpu­skóla og voru fréttir sagðar af því í fjöl­miðlum í dag í kjöl­far vett­vangs­ferðar starfs­fólks og skóla­ráðs Foss­vogs­skóla í Korpu­skóla í liðinni viku. Í kjöl­farið var því farið í ítar­lega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað var upp­lýsinga frá fast­eigna­stjóra byggingarinnar á um­hverfis- og skipu­lags­sviði, frá fyrrum skóla­stjórn­endum og um­sjónar­manni fast­eignar Korpu­skóla sem hefur starfað við skólann frá upp­hafi,“ segir í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg.

Þar er farið ítar­lega yfir sögu byggingarinnar en þar segir að árið 2005, þegar skólinn var enn í byggingu, hafi komið vatn í lofta­plötur í kjöl­far leka og var lekinn strax upp­rættur.

Árið 2008 kom upp mygla í færan­legum kennslu­stofum á lóð skólans og sama ár voru kennslu­stofurnar fjar­lægðar af lóðinni og þeim fargað.

Þá kom aftur upp leki árið 2017 í byggingunni og segir í til­kynningu að fram­kvæmdum hafi lokið sama ár vegna hans. Eftir að þeim lauk var verkið tekið út af fag­aðilum og komist að þeirri niður­stöðu að ekki væri mygla í húsinu.

Þá segir að skólanum hafi verið haldið við eins og öðrum eignum borgarinnar og að um helgina hafi verið gengið í ýmsar fram­kvæmdir svo að hægt verði að hefja kennslu þar á morgun.

Um helgina var unnið að lag­færingu sýni­legra raka­skemmda í loft­klæðningu í í­þrótta­húsi og á­halda­geymslu þess, á­kveðin svæði máluð og skólinn þrifinn.