Reykja­víkur­­borg vinnur nú að samningum um tíma­bundið hús­­næði fyrir kennslu 8. bekkjar Haga­­skóla og mun kennsla hefjast þar á mánu­dag. Sam­­kvæmt út­t­­tekt verk­­fræði­­stofunnar Eflu er mygla í norð­austur­álmu skólans fannst mygla í norð­austur­álmu skólans.
„Unnið er eftir nýjum verk­­ferlum Reykja­víkur­­borgar um raka­­skemmdir eða myglu og var brugðist hratt við á­bendingum um slæma inni­vist“, segir í til­­­kynningu frá borginni.

Skóla­­stjórn­endum Haga­­skóla bárust í októ­ber á­bendingar um að á­­stæða væri til að kanna á­standið í álmunni. Þá voru kallaðir til sér­­­fræðingar frá Eflu til að rann­saka hús­­næðið. Loft­ræsti­­kerfi var tekið út og tekin sýni úr gólfi og múr.

Frum­niður­stöður út­tektar verk­fræði­stofunnar bárust Reykja­víkur­borg í gær þar sem fram kemur að mygla greindist í múr þar sem verið hefur leki. Niður­stöðurnar voru kynntar fyrir skóla­stjórn­endum og starfs­fólki Haga­skóla. Tekin var á­kvörðun um að engin kennsla yrði í þeim hluta hús­næðisins sem um ræðir uns endur­bótum er lokið. Því var kennsla 8. bekkjar felld niður í dag.

„Sam­stilltur hópur kennara tókst á við þessa á­skorun í morgun, hóf undir­búning flutninga og skipu­lagði spennandi dag­skrá fyrir börnin á morgun. Þau munu fara í vett­vangs­ferðir á söfn víðs vegar um borgina á morgun en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju hús­næði á mánu­dag“, segir í til­kynningunni.

Þar segir enn fremur að þegar sé byrjað að undir­búa fram­kvæmdir þó að enn sé unnið að endan­legri fram­kvæmda­á­ætlun. Sér­fræðingar funda á morgun með starfs­fólki skólans þar sem farið verður yfir stöðu hús­næðisins og hvert fram­haldið verður.