Caroline Lee, sex­tugur kennari frá Flórída, hefur verið kærð fyrir obeldi gegn barni. Henni er gert að sök að hafa í­trekað slegið nemanda sinn í Darnell-Cook­man gagn­fræði- og mennta­skólanum eftir að stúlkan gagn­rýndi Lee fyrir notkun hennar á N-orðinu svo­kallaða.

Stúlkunni þótti notkun kennarans á þessu um­deilda orði skjóta skökku við, sér­stak­lega í ljósi þess að Lee hafði ný­lega verið valin kennari ársins af skóla­yfir­völdum.

Deilurnar hófust þegar skóla­yfir­völd til­kynntu að Lee hefði verið valin kennari ársins á Insta­gram síðu skólans. Nokkrir nem­endur settu inn at­huga­semdir við færsluna þar sem þeir gagn­rýndu valið í ljósi orða­notkunar kennarans og skrifaði einn nemandi, ung stúlka, til að mynda:

„Er þetta ekki kennarinn sem fannst það vera í lagi að segja N-orðið þegar hún var að lesa eitt­hvað í kennslu?“

Lee út­skýrði sína hlið í færslu þar sem hún sagðist að­eins hafa notað orðað þegar hún var að kenna bókina Of Mice and Men eftir John Stein­beck. Nemandinn svaraði kennaranum og sagði það ekki rétt­læta orðanotkunina.

Í kjöl­far þess er Lee sögð hafa kallað nemandann inn á skóla­stofu til sín þar sem hún lamdi stúlkuna í and­litið svo blæddi úr nefi hennar og kallaði hana „hel­vítis tík“. Þegar stúlkan reyndi að verja sig með því að grípa í hendur Lee er kennarinn sagður hafa sparkað í fót hennar og skipað henni að fara út.

Lee neitar því að hafa beitt nemandann líkam­legu of­beldi og sagði lög­reglu að hún hafi að­eins vilja tala við stúlkuna vegna Insta­gram skila­boðanna sem hún túlkað sem líf­láts­hótun. Hún tók þó fram að hún hafi ekki verið hrædd og sá ekki á­stæðu til þess að til­kynna skila­boðin til skóla­yfir­valda.

Öryggis­upp­tökur skólans sýna nemandann yfir­gefa skóla­stofuna haldandi fyrir and­litið og ganga niður­lút í áttina að skrif­stofu náms­ráð­gjafa þar sem hún til­kynnti at­vikið.

Diana Greene, for­stöðu­maður skóla­yfir­valda í Duval-sýslu, sagði í yfir­lýsingu að á­sökunin sé meira en ó­hugnan­leg. „Það sem er sagt hafa gerst ætti aldrei nokkurn tíma að gerast, sér­stak­lega ekki í skóla­um­hverfi. Ég hef ekkert um­burðar­lyndi fyrir full­orðnum sem meiða börn, sér­stak­lega ekki full­orðnum í á­byrgðar­stöðu,“ segir Greene.

Lee var hand­tekin síðasta föstu­dag og sat í fangelsi í Duval-sýslu yfir nótt. Dómari birti Lee kæru um of­beldi gegn barni á laugar­dag og var henni í kjöl­farið sleppt án tryggingar. Mál hennar fer fyrir dóm þann 22. nóvember næst­komandi.