Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, var spurður að fyrir­komu­lagi bólu­setninga þegar kemur að kennurum og starfs­fólki í leik- og grunn­skólum á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

Þór­ólfur sagði að rætt hafi verið við aðila úr skóla­kerfinu og gaf til kynna að bólu­setning kennara og leik­skóla­starfs­manna myndi hefjast upp úr næstu mánaða­mótum.

„Þegar að kennurum kemur, sem verður væntan­lega núna bara upp úr næstu mánaða­mótum, þá munu kennarar og starfs­menn í leik­skólum senni­lega ganga fyrir,“ sagði Þór­ólfur.

Hann bætti við að á­kvörðunin væri meðal annars tekin á þeim grund­velli að leik­skólar þurfi að vera opnir yfir sumar­tímann á meðan að skólar séu lokaðir.