Talið er að um fjörutíu úkraínskir stríðsfangar hafi látist og fjölmargir til viðbótar særst í sprengjuárás á fangelsi í Donetsk-héraði í Úkraínu í morgun.

Úkraínskir aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum eru við völd á svæðinu en ekki er ljóst hver ber ábyrgð á sprengjuárásinni. Rússar saka úkraínska herinn um árásina en Úkraínumenn segja Rússa bera ábyrgð á henni. Það var varnarmálaráðuneytið í Moskvu sem greindi frá árásinni í gær.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu segir að Úkraínuher hafi gjafavopn frá Bandaríkjunum, háþróað eldflaugakerfi.

Dmíjtro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur vísað þessu á bug og segir Rússa sjálfa bera ábyrgð á sprengjuárásinni. Um sé að ræða enn einn stríðsglæp Rússa gegn Úkraínu.

Leyniþjónusta Úkraínu segist hafa fjarskiptagögn um ábyrgð Rússa og heldur því fram að um hryðjuverk sé að ræða. Sprengjuárásin sé aðferð til að breiða yfir bæði pyndingar og morð á úkraínskum stríðsföngum.