Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað eftir að ástralskur fallhlífarstökkvari lenti eftir stutt flug, en nokkrum sekúndum eftir lendingu komu tvær kengúrur á fullri ferð og keyrðu inn í manninn. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Eflaust hefur manninum, Jonathan nokkrum Bishop, brugðið þegar hann lenti stutt frá áströlsku höfuðborginni Canberra, en á myndbandi sjást kengúrunnar tvær nálgst óðfluga stuttu eftir lendingu.

Bishop virðist nokkuð skemmt við sjónina við fyrstu, og heilsar kengúrunum tveim af kátínu. Kengúrurnar tvær virðast hins vegar ekkert ætla hægja á sér og hjólar önnur þeirra inn í fallhlífarstökkvarann. 

Eftir fyrstu atrennu kengúrunnar reynir maðurinn að forða sér. Kengúran reynir að láta kné fylgja kviði áður en hún forðar sér með félaga sínum. Bæði kengúru og manni virðast þó heilsast vel eftir atvikið.