Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tekjumissi koma verr niður á konum en körlum þrátt fyrir að 52 prósent af umsóknum væru frá körlum.

Af þeim 26 þúsund sem hafa sótt um atvinnuleysisbætur hér á landi vegna skerts starfshlutfalls í samkomubanninu eru 76 prósent Íslendingar og 24 prósent erlendir einstaklingar.

„Það segir ekki alla söguna því undir venjulegum kringumstæðum er hlutfall karla hærra á vinnumarkaði,“ bendir Unnur á.

„Út frá því sjónarmiði virðist þessi kreppa vera að koma aðeins verr niður á konum en körlum. Þegar maður hugsar um hvaða atvinnugreinir þetta hefur áhrif á kemur það heldur ekki á óvart,“ sagði Unnur.

Samkomu- og ferðabann hefur gríðarleg áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi en þar vinna talsvert fleiri konur en karlar.