Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, kom fram á fundi ríkis­stjórnarinnar í Þjóð­menningar­húsinu í dag og sagði Ís­lendinga geta verið ó­trú­lega stolta fyrir þann árangur sem náðst hefur að kveðja veiruna niður.

„Það er fyrst og fremst út af góðri þátt­töku í bólu­setningum þar sem við stöndum ein­fald­lega öðrum þjóðum miklu, miklu framar og allt þetta fólk í þessu ó­trú­lega sam­fé­lagi okkar hefur fært svo miklar fórnir,“ sagði Ás­laug.

Nú þegar hafa 258.852 manns fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni og 177.540 manns eru full­bólu­settir en sam­kvæmt síðunni Our World In Data er Ís­land í fjórða sæti yfir þau lönd í heiminum þar sem fólk sem hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni.

Ás­laug í­trekaði einnig mikil­vægi þess fyrir stjórn­völd að standa við þær af­léttingar sem lofað hafði verið en ríkis­stjórnin sagði í apríl síðast­liðnum að stefnt yrði á að af­létta öllum tak­mörkunum innan­lands fyrir 1. júlí ef bólu­setningar­á­ætlanir myndu ganga eftir.

„Þetta hefur ekki alltaf verið auð­velt, þetta hefur bara verið mjög erfitt á tímum og það kemur auð­vitað ekki annað til greina hjá okkur en að standa við það að tak­markanir sem gerðar eru vegna heims­far­aldurs séu tíma­bundnar og þeim með öllu af­létt. Að mínu mati myndu stjórn­völd annars missa allan trú­verðug­leika að halda á­fram með ein­hverjar skerðingar.“

Þá vísaði Ás­laug einnig í mikil­vægi þess að opna landið fyrir ferða­mönnum sem eru bólu­settir en til stendur að hætta sýna­töku á landa­mærunum fyrir börn og ferða­menn sem geta sýnt fram á bólu­setningar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýkingu 1. júlí næst­komandi.

„Við eigum enn tæki­færi til að koma hratt til baka í öllu til­liti og ekki síður í efna­hags­legu til­liti með því að taka skyn­sam­legar á­kvarðanir og vonandi sem fyrst af­létta líka öllum að­gerðum á landa­mærunum,“ sagði Ás­laug Arna.