Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzt Osbourne, og plötusnúðurinn Sid Wilson eiga von á barni. Þetta tilkynnti Kelly á samfélagsmiðlum í gærkvöld.

„Ég veit að ég hef verið mjög þögul undanfarna mánuði og langar mig að deila með ykkur ástæðunni, ég er í skýjunum að tilkynna ykkur að ég er að verða mamma,“ skrifar Kelly himinlifandi við færsluna á Instagram þar sem hún sýnir sónarmynd.

Þetta er fyrsta barn parsins, en þau opinberuðu samband sitt í febrúar á þessu ári.