Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist um tvo kílómetra suðsuðvestan af Keili klukkan 21:19 í kvöld. Samkvæmt Veðurstofunni hafa tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Borgarnesi.

Skjálftahrina hefur verið yfirstandandi við Keili frá 27. september. Rúmlega 9.700 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá, þar af átján yfir 3,0 að stærð. Sá stærsti nam 4,2 stigum og mældist þann 2. október.