Kjör­dagur hjá þessari litlu fjöl­skyldu var með ó­venju­legum hætti en þau eru öll í sótt­kví og þurftu að fara í bíla­lúgu til að greiða at­kvæði. Þar átti að skrifa skrifa at­kvæðið á blað og sýna starfs­manninum í gegnum bíl­rúðuna.

Ágúst Arnar Þráins­son og María Dögg Rafns­dóttir búa á­samt syni sínum, Benja­mín Hróa, á Ás­brú en eru með lög­heimili í Hafnar­firði. Venju­lega væri hægt að kjósa í því kjör­dæmi sem ein­stak­lingur er bú­settur en þá þarf kjósandinn sjálfur að koma at­kvæðinu á réttan stað og það var ekki í boði fyrir þau.

„Við alla­vega túlkuðum reglurnar þannig að við sáum enga betri leið að þessu en að fara tvær ferðir úr Kefla­vík og niður á Skarfa­bakka,“ segir Ágúst en þar sem ein­staklingar í sótt­kví mega ekki fara inn neins staðar þá þótti þetta öruggara í sitt­hvoru lagi, ef til dæmis vont veður skyldu skella á.

Ágúst segir það hafa verið á­huga­verða upp­lifun að kjósa í bíla­lúgunni. „Það var mjög skemmti­legt. Ég var skeptískur á þetta til að byrja með en fólkið þarna var mjög fag­legt og flott þannig að maður var öruggur með at­kvæðið sitt.“

Hann segist enn fremur vera á­nægður með hversu sýni­legt ferlið virtist vera. Þá fannst honum sumt að­eins loðnara. Til dæmis er mælt með því að koma með blað og penna á kjör­staðinn. „Ég veit ekki ef maður hefði gleymt því hvort maður hefði fengið að anda á rúðuna og kjósa þannig eða eitt­hvað,“ segir Ágúst.

Hann á­kvað þó að prófa sjálfur að koma með spjald­tölvu frekar en blað og penna. Tekið var á móti at­kvæðinu þannig og starfs­maðurinn gantaðist með það að hann hafi kosið raf­rænt. „Ætli ég hafi ekki verið fyrstur?“