Kaup­fé­lag Skag­firðinga hyggst gefa 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til sam­fé­lags­legra verk­efna í Skaga­firði.

„Eru þær hugsaðar sem stuðningur við verk­efni á vegum sveitar­fé­laga í Skaga­firði, sem ætluð eru til að bæta bú­setu­gæði í héraði og margt annað er varðar um­hverfi og bú­setu­gæði. Með þessu, meðal annars, vill fyrir­tækið undir­strika sam­fé­lags­lega á­byrgð sína og skapa sem bestar að­stæður og um­hverfi fyrir íbúa,“ segir í bókun byggðar­ráðs Skaga­fjarðar sem fagnar þeirri á­byrgð sem fyrir­tækið sýni. n