Fjölskylduhjálp Íslands mun með stuðningi Kaupfélags Skagfirðinga ná að aðstoða þúsundir Íslendinga í nóvember og desember. Samstarfið mun hefjast 1. nóvember næstkomandi og standa fram að áramótum, segir í tilkynningu.

Fjölskylduhjálp Íslands mun vera með tvær úthlutanir í hverri viku fram að jólum og mun stuðningur KS gera gæfumuninn fyrir þær þúsundir sem annars gætu ekki haldið jólin eins og hefð er fyrir hér á landi.