Umsagnir hafa hrannast inn um frumvarp Ingu Sæland, formanns og þingmanns Flokks fólksins, um bann á blóðmerahaldi.

Þá vekur athygli að stór hluti einstaklinga sem leggjast gegn frumvarpinu, fyrir utan blóðmerabændur sem vilja verja lifibrauð sitt, eru spænskir bændur, ræktendur, stofnanir og fyrirtæki sem kaupa hormónið PMSG sem líftæknifyrirtækið Ísteka vinnur úr blóði mera.

Stór hluti umsagnanna frá Þýskalandi og Spáni segja hormónið gríðarlega mikilvægt fyrir smábændur á markaði með mikilli samkeppni en á vefsíðum þessarra bænda má sjá að þetta eru alls engir kotbændur. Eitt fyrirtækjanna, Piensos Costa, státar sig af því á vefsíðu sinni að vera annar stærsti svínaframleiðandi Spánar.

Piensos Costa leggst gegn banni á blóðmerahaldi
Þýska svínabúið Mörsdorf Agrar GmbH.

„Þessi vara er nauðsynleg fyrir írska dýralækna og bændur,“ skrifar XL Vets Ireland.

„Það er mikilvægt fyrir svínabændur að geta notað þetta hormón,“ skrifar Dr. Wahner frá Þýskalandi. „Hormónið gerir litlum fjölskyldubýlum kleift að vera samkeppnishæf til að lifa af.“

Fulltrúi frá háskólanum í Lleida á Spáni segir einnig að PMSG sé gríðarlega mikilvægt og að engin önnur lyf gætu komið í staðinn.

„Með notkun PMSG er hægt að viðhalda afkastamikilli frjósemi á svínabúum og drepið færri dýr vegna frjósemisvanda,“ skrifar Lorenzo José Fraile Sauce frá Háskólanum í Lleida fyrir hönd svínaframleiðenda á Spáni.

Fulltrúi frá France Génétique Elevage segir í umsögn sinni að PMSG sé notað við tæknifrjóvgun þarlendis. Árið 2020 hafi hormónið verið notað á meira en 5,3 milljónir áa og 885 þúsund huðna.

Spænsku samtökin AGRAMA segir 154 félagsmenn sína með 180 þúsund dýr nýti efnið til að halda sinni starfsemi arðbærri.

Hér má sjá lista yfir erlenda aðila sem leggjast gegn banni á blóðmerahaldi.

Spánn

 • ANGRA Sheep producers Spain
 • Antonio Palomo Madrid Main
 • Antonio Vela University of Zaragoza Spain
 • Lorenzo Fraile Lleida
 • Ovigen - Sheep Producers / Spain
 • Sheep Producers Cobadu Spain
 • Sheep Producers EA Group Spain
 • Swine producers Spain
 • Swine Veterinarians Spain
 • Vall Companys Spain
 • Victoria Falceto University of Zaragoza Spain
Premier Pigs frá Spáni eru með þessa mynd a vefsíðu sinni.
ICPOR, spænskir svínaframleiðendur.

Frakkland

 • France Génétique Elevage
 • National Society of Veterinary Technical Groups

Þýskaland

 • Prof. Dr. Wahner
 • Sow farm Mörsdorf Agrar GmbH
 • Sow farm Sauenzucht GmbH Nebelschutz,
 • Sow farm Agrar-Genossenschaft ELBELAND
 • Hans Josef Bontenacke
 • Dr. Torsten Pabst

Írland

XL Vets Ireland