Ís­lensk heil­brigðis­yfir­völd hafa samið um kaup á lyfinu Paxlo­vid til með­höndlunar ein­stak­linga sem eru smitaðir af Co­vid 19-veirunni og í hættu á að veikjast al­var­lega af völdum hennar.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Á hinum Norður­löndunum hefur lyfið Paxlo­vid þegar verið tekið í notkun í Sví­þjóð, Finn­landi og Dan­mörku.

„Rann­sóknir sýna árangur af notkun Paxlo­vid í á­hættu­hópum og niður­stöður ný­legrar rann­sóknar sem birtust í New Eng­land Journal of Medicine í septem­ber gefa vís­bendingar um góðan árangur af notkun lyfsins meðal sjúk­linga sem eru 65 ára og eldri og í aukinni hættu á al­var­legum veikindum,“ segir í til­kynningunni.

Þá segir enn fremur að smit­sjúk­dóma­deild Land­spítala muni stýra notkun lyfsins. Til að byrja með verði keypt lyf sem duga til með­ferðar fyrir 1.500 ein­stak­linga. Þegar eru komin til landsins lyf sem tryggja með­ferð fyrir 480 ein­stak­linga ef á þarf að halda.