Yfir­völd stefna að því að kaupa bólu­efni fyrir minnst 70 prósent þjóðarinnar. Greint er frá því í frétt á vef em­bættis land­læknis en þar segir að enn sé þó ekki ljóst hversu margir skammtar verði keyptir eða frá hvaða fram­leið­endum.

Þar segir að það liggi fyrir að kaup Ís­lands muni fara fram á grund­velli samninga Evrópu­sam­bandsins við lyfja­fram­leið­endur. Fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins hefur nú þegar undir­ritað samninga við fjóra fram­leið­endur, það eru þeir Astra-Zene­ca, Jans­sen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioN­Tech og eru samningar við fleiri fram­leið­endur í burðar­liðnum.

Þá segir í til­kynningunni að Sví­þjóð hafi milli­göngu um að fram­selja Ís­lendingum bólu­efni á grund­velli samninga Evrópu­sam­bandsins.

Þá er á­rétt í til­kynningunni að áður en al­menn notkun hefst þá þarf bæði sam­þykki og leyfi frá Evrópsku lyfja­stofnuninni (EMA) áður en al­menn notkun hefst. Segir að ekki sé ljóst hve­nær al­menn dreifing bólu­efna hefst og því síður hversu hratt ein­staka þjóðir munu fá það magn sem á­ætlað er að kaupa. Það sé því ó­tíma­bært að tala um hve­nær bólu­setning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.

Undir­búningur að bólu­setningu er hafinn undir stjórn sótt­varna­læknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Hjá sótt­varna­lækni er unnið að á­ætlun um for­gangs­röðun hópa í bólu­setninguna, dreifingu bólu­efnanna og skráningu hinna bólu­settu.

Segir að lokum að nánari upp­lýsingar um bólu­efnin og bólu­setningu gegn CO­VID-19 verða birtar strax og nánari fréttir berast.

Tilkynning landlæknis er aðgengileg hér.