Heil­brigðis­yfir­völd hafa á­kveðið fest kaup á 72 skömmtum af lyfinu Sot­rovimab frá Glaxo­Smit­hKline.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu en til að byrja með var á­kveðið að kaupa 72 skammt af lyfinu sem er undan­þágu­lyf. Það er væntan­legt til landsins seinna í þessum mánuði.

Lyfið þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á al­var­legum veikindum fólks vegna Co­vid-19 við vissar að­stæður.

Fram kemur í til­kynningunni að lyfið er svo­kallað ein­stofna mót­efni. Með­ferð með ein­stofna mót­efnum gagnast best þeim sem eru óbólu­settir og/eða þeim sem mynda illa mót­efni vegna lyfja eða sjúk­dóma og er notkunin bundin við upp­haf veikinda hjá þeim sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér al­var­legan sjúk­dóm.