Gavia Invest ehf., sem keypti í gær ríf­lega 16 prósenta hlut í Sýn hf., setti í gær­morgun fram kröfu um hlut­hafa­fund til að kjósa fé­laginu nýja stjórn.

Harka­legt orða­lag í til­kynningu til Kaup­hallar vekur at­hygli. Þar kemur fram að þess sé krafist að um­boð nú­verandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Þetta þykir gefa til kynna að hlut­hafar Gavia Invest ætli sér ekki að vera hlut­lausir fjár­festar í Sýn.

Einn við­mælandi Frétta­blaðsins telur þessi kaup Gavia Invest einungis fyrsta leik í stærri fléttu. Kaup­verðið væri hátt, en hluta­bréf í Sýn hafa hækkað um ná­lega 50 prósent síðasta árið.

Annar við­mælandi segir kaup­endur greini­lega sjá dulið virði í Sýn og býst við tíðindum eftir kjör nýrrar stjórnar.

Hann bendir á að Jón Skafta­son, for­svars­maður Gavia Invest, og Jón Ás­geir Jóhannes­son, stjórnar­for­maður Skel fjár­festinga­fé­lags, séu nánir sam­starfs­menn og for­vitni­legt verði að fylgjast með fram­haldinu.

Í hópi kaup­enda Sýnar eru Jona­t­han R. Ru­bini, sem áður var hlut­hafi í Nova, og Mark Kroloff, sem sat í stjórn Nova. Skammt er síðan greint var frá nánu sam­starfi Sýnar og Nova við upp­byggingu 5G-far­síma­nets.