Hinn 54 ára gamli Ste­ve Bouquet frá Brig­hton og Hove hefur hlotið fimm ára og þriggja mánaða fangelsis­dóm fyrir að hafa drepið níu ketti og sært sjö til við­bótar á átta mánaða tíma­bili frá októ­ber 2018 til júní 2019 en hann var sak­felldur í sau­tján á­kæru­liðum í síðasta mánuði.

Eig­endur nokkurra katta sem Bouquet drap mættu í dag til að vera við­stödd dóms­upp­kvaðningu en að sögn dómarans í málinu voru að­gerðir Bouquet grimmi­legar á­rásir á „hjarta fjöl­skyldna.“ Nokkrir eig­endur sögðust fagna dóminum og sögðu það létti að Bouquet yrði refsað.

Kallaður Brighton kattarmorðinginn

Að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið náðist Bouquet, sem starfaði þá sem öryggis­vörður, á eftir­lits­mynda­vél sem eig­andi eins kattarins sem Bouqet drap hafði sett upp auk þess sem myndir af dauðum ketti fundust í síma hans. Hann hefur verið nefndur Brig­hton kattar­morðinginn.

Bouquet neitaði sök en nokkrir báru vitni fyrir dómi að þeir hefðu fundið dauða ketti sína á dyra­þrepi sínu. Í mynd­skeiðinu sem sýnt var fyrir dómi sást Bouquet klappa ketti úr hverfinu, Hendrix, áður en hann stakk hann með hníf. Þá sýndu far­síma­gögn að hann hafi verið þar sem nokkrir dauðir kettir fundust.