Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst ekki tjá sig í dag um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu á skipun Sigríðar Á. Andersen á fjórum dómurum við Landsrétt. Dómstóllinn komast að því að ríkið hafi gerst brotlegt með skipuninni og brotið á 6. grein sáttmálans um réttláta málsmeðferð.

Sjá einnigMDE: Ríkið brotlegt vegna skipunar við Lands­rétt

Katrín er sjálf stödd í New York á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en kemur aftur til Íslands seint í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er stíf fundardagskrá í New York og mun Katrín því ekki tjá sig í dag um málið.

Katrín ver tveimur dögum í New York og hefur nú þegar fundað með með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Mörtu Ramirez, varaforseta Kólumbíu, Julie Anne Genter, ráðherra jafnréttismála í Nýja Sjálandi og Nathaliu Kanem og framkvæmdastjóra mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna. 

Kallað eftir tafarlausri afsögn dómsmálaráðherra

Ís­lenska ríkið er bóta­skylt í máli sem Guð­mundur Andri Ást­ráðs­son höfðaði gegn ríkinu og fór með fyrir Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu (MDE). Er ríkið ­skylt til að greiða 15 þúsund evrur, því sem um nemur rúm­lega tveimur milljónum króna, í málskostnað. Þingflokkur Pírata hefur kallað eftir tafarlausri afsögn Sigríðar. 

Flokkurinn segir ráð­herrann hafa stuðlað að mann­réttinda­brotum í Lands­réttar­málinu svo­kallaða og hefur kallað eftir sér­stökum um­ræðum um á­hrif dómsins á ís­lenska réttar­ríkið. 

Sjá einnig„Skýrt dæmi um ó­eðli­leg af­skipti“