Félagar í Vinstri hreyfingunni grænu framboði fengu í kvöld póst frá stjórnmálahreyfingunni þar sem kemur fram vegna þeirrar öldu sem risið hefur vegna brottvísana að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG og forsætisráðherra, sé brugðið við tíðindi seinustu daga.

Fram kemur í póstinum að Jódís Skúladóttir, þingkona VG, hafi óskað eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kæmi á fund Allsherjar og menntamálanefndar en hann ekki séð sér fært að koma.

Fram kemur að Katrín hafi fengið bréf frá Þroskahjálp vegna fatlaðs manns sem var vísað brott. Segir að Katrín taki þær ábendingar mjög alvarlega.

„Virðist sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið falast eftir aðstoð frá ferðaþjónustu fatlaðra og svo skortur á réttargæslumanni,“ segir í póstinum sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Skrifstofa Vinstri Grænna áréttar í póstinum að sama hve oft Jón Gunnarsson viðri áhuga sinn á móttöku- eða flóttamannabúðum sé ekki vilji fyrir slíku.

Þá segir að aðförin gegn fjölmiðlum á Keflavíkurflugvelli hafi vakið sérstaka athygli Katrínar og sé til skoðunar.

Einnig segir að sú atlaga sem gegn fjölmiðlum sem átti sér stað á Keflavíkurflugvelli hafi vakið sérstaka athygli Katrínar og krefjist það mál alveg sérstakrar skoðunnar.