Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Steinar Harðarson voru kjörin í stjórn Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra var ein í framboði um formannssætið og því sjálfkjörin. Það sama má segja um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem verður áfram varaformaður.

Baráttan var um stöðu ritara og gjaldkera. Jana hafði betur gegn Sigríði Gísladóttur og Steinar hafði betur gegn Líf Magneudóttur.

Elín Björk Jónasdóttir, Maarit Kaipainen, Pétur Heimisson, Sigríður Gísladóttir, Óli Halldórsson, Hólmfríður Árnadóttir og Andrés Skúlason voru kosin meðstjórnendur.

Varameðstjórnendur eru: Klara Mist Pálsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Álfheiður Ingadóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir.