Katrín Sif Sigur­geirs­dóttir, fyrr­verandi for­maður kjara­nefndar Ljós­mæðra­fé­lags Ís­lands, vill leiða lista Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í komandi Al­þingis­kosningum næsta haust. Hún til­kynnti þetta í dag.

Katrín Sif er hjúkrunar­fræðingur og ljós­móðir og sem stendur starfar hún sem ljós­móðir í mæðra­vernd og sinnir heima­fæðinga­þjónustu.

Hún var for­maður kjara­nefndar Ljós­mæðra­fé­lagsins og sat í stjórn fé­lagsins á árunum 2017 til 2019. Á þeim tíma leiddi hún harða kjara­bar­áttu ljós­mæðra.

Katrín hefur þá staðið í bar­áttu fyrir lög­leiðingu nýrrar stjórnar­skrár og er þátt­takandi í Sam­tökum kvenna um nýja stjórnar­skrá sem og í Stjórnar­skrár­fé­laginu.

Hún er gift Aðal­steini Ingólfs­syni og eiga þau sam­tals átta börn.