Innlent

Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Formaður samninganefndar ríkisins segist sátt við niðurstöðu funda í dag. Hún segir það nýtt í samningi að kröfur ljósmæðra um að menntun þeirra og ábyrgð verði metin af gerðardómi og að Landspítali hafi samþykkt að endurmeta launaröðun.

Katrín segir að tillagan verði kynntur félögum Ljósmæðrafélags Íslands á morgun og fari í kosningu á mánudag. Niðurstaða úr þeirri kosningu er síðan væntanleg klukkan 14 á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kvöld. Tillagan felur það í sér að sérstökum gerðardómi verður falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa áhrif á laun innan stéttarinnar.

Sjá einnig: Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

„Nú er búið að leggja fram miðlunartillögu og hluta málsins skotið til gerðardóms,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra í samtali við Fréttablaðið í kvöld.

„Okkar krafa um samanburð á okkar störfum með tilliti til menntunar og ábyrgðar verði borin saman við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi og okkur verði raðað í launaröðun í samræmi við það. Sú krafa okkar verður lögð fyrir gerðardóm og það er það sem er nýtt í samningnum,“ segir Katrín.

Katrín segir að það sem er einnig nýtt í samningnum er að það komi inn breyting frá stofnunum á launaröðun. „Landspítalinn hefur samþykkt að endurskoða og endurmeta starfslýsingar með tilliti til breyttrar ábyrgðar og inntaks starfs ljósmæðra sem kemur þá inn í launaröðun þar. Okkur er raðað í launatöflur inni á stofnunum og það að telur í stóra samhenginu, þó það sé ekki tengt miðlægum kjarasamningum, að Landspítalinn sé tilbúinn til að skoða launaröðunina okkar á spítalanum,“ segir Katrín sem bætir við að samningnum myndu einnig fylgja 60 milljónir til að leiðrétta laun á öðrum stofnunum.

Samninganefndirnar funduðu í dag og aflýstu yfirvinnubanninu í kjölfarið. Katrín segir að tillagan verði kynntur félögum Ljósmæðrafélags Íslands á morgun og fari í kosningu á mánudag. Niðurstaða úr þeirri kosningu er síðan væntanleg klukkan 14 á miðvikudaginn.

Hún segir að ef samningurinn verði ekki samþykktur verði að boða aftur til verkfalls, en segir að hún voni að til þess komi ekki.

Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna segir Katrín: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“

Ertu bjartsýn á framhaldið?

„Við erum búin að halda í bjartsýnina út þetta og við höldum henni áfram. Nú má sólin fara að skína,“ segir Katrín að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

Innlent

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Innlent

Samninganefnd ríkisins harmar tilhæfulausar aðdróttanir

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing