Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í Hagaskóla í morgun til að greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningum 2021.

Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður opið til klukkan 22 í kvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstað hvers og eins á vef Reykjavíkurborgar.

Vinstri græn halda kosningavöku sína í í Iðnó og hún verður sú stysta og stendur formlega til miðnættis og er auk þess lokuð almenningi.

„Það verður ekki galopin kosningavaka, en við höldum hópinn í Iðnó til að byrja með, og hver veit nema einhver haldi áfram sjálf heima hjá sér. Ekki ólíklegt,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, kosningastjóri VG.