Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, segir niður­stöðu MDE nú mun skýrari en þá fyrri í Lands­réttar­málinu. Hún segist ekki sjá eftir því að ríkis­stjórnin hafi á­kveðið að leita til yfir­réttarins, og segist ekki telja niður­stöðuna setja Lands­rétt á hliðina.

„Í stuttu máli sýnist mér þetta vera sam­hljóða niður­staða og dómurinn kveður á um al­var­lega ann­marka við skipan fjögurra dómara og það er mjög skýr niður­staða þessa dóms, ó­líkt fyrri dómi, sem mátti túlka með ó­líkum hætti,“ segir Katrín. Hún tekur fram að hún hafi ekki lesið dóminn, það þurfi að sitja vel og vand­lega yfir honum.

„Þarna snýst þessi túlkun um þessa fjóra dómara. En auð­vitað er tölu­verð gagn­rýni í dómnum, ekki bara á fyrr­verandi ráð­herra heldur líka Al­þingi og hæsta­rétt og það hefur þó ekki á­hrif á það að þetta snýst fyrst og fremst um þessa fjóra,“ segir Katrín.

„En það kemur líka fram að þrjú af þessum fjórum hafi nú sagt em­bættum sínum lausum og sótt um ný em­bætti sem hafa losnað og gengið í gegnum nýtt ferli. Það er engin at­huga­semd gerð við það í dómnum, þannig ég tel ekki að þetta setji Lands­rétt á hliðina, hann er bara á­fram starf­hæfur,“ segir for­sætis­ráð­herra.

„Og enn­fremur vekur at­hygli mína að það er ekki nein krafa um endur­upp­töku mála í þessum dómi, eins og ég skil það. Að vísu vill það nú svo til að við erum að stofn­setja endur­upp­töku­dóm­stól í lögum í dag þó hann verði ekki starf­hæfur fyrr en eftir ára­mót þegar lokið hefur verið við skipan í hann en það breytir því ekki að auð­vitað geta allir leitað til hans,“ segir hún.

Var það rétt á­kvörðun að leita til yfir­réttarins?

„Mér fannst það mál­efnan­leg á­kvörðun á sínum tíma í ljósi þess að dómurinn var ekki ein­róma í fyrri úr­skurði og hann var opinn fyrir túlkun. Svo ég tel þessa niður­stöðu miklu skýrari.“