„Ég hef átt mjög gott sam­starf við Drífu. Bæði á vett­vangi Þjóð­hags­ráðs og í að­draganda Lífs­kjara­samninganna þannig það er eftir­sjá að henni úr þessu em­bætti,“ segir Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og að það sé leiðin­legt að sjá deilur innan verka­lýðs­hreyfingarinnar.

„Ég vona svo sannar­lega að það verði sam­staða þar á næstu mánuðum. Bæði svo hægt verði að ná far­sælum kjara­samningum fyrir ís­lenskan al­menning og sam­fé­lag.“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir og Ragnar Þór Ingólfs­son hafa lýst erfiðum sam­skiptum við Drífu. Kannast þú ekki við það?

„Nei, mín sam­skipti við Drífu hafa verið með á­gætum. Ég hef lagt á­herslu á já­kvæð og góð sam­skipti við verka­lýðs­hreyfinguna því ég veit hversu mikil­væg öflug verka­lýðs­hreyfing er fyrir sam­fé­lagið,“ segir Katrín að lokum.

Drífa Snæ­dal sagði af sér sem for­seti ASÍ í dag og sagði blokka­myndun innan verka­lýðs­hreyfingarinnar og erfið sam­skipti við kjörna full­trúa á­stæðu þess. Sól­veig Anna Jóns­dóttir, Ragnar Þór Ingólfs­son og Vil­hjálmur Birgis­son hafa öll svarað þessari gagn­rýni hennar.