Skoða þarf hvers vegna tíminn sem tekið hefur að fá úr­lausn í máli fjöl­skyldunnar frá Egypta­landi hafi lengst svo mikið líkt og raun ber vitni. Þetta sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra í þjóð­mæla­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni í morgun.

Mál egypsku fjölsklydunnar hefur vakið mikla at­hygli undan­farna daga. Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, sagði á dögunum það ekki standa til að gera reglu­gerðar­breytingar vegna ein­stakra mála sem birtast í fjöl­miðlum. Var hún harð­lega gagn­rýnd í kjöl­farið líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær.

„Það hefur verið styttur máls­með­ferðar­tíminn, sem er mjög mikil­vægt. Því það er ekki mann­úð­legt að halda fólki svona lengi í ó­vissu, sér­stak­lega í börnum. Í þessu til­viki sem um ræðir, þó að máls­með­ferðar­tíminn sé innan marka, þá erum við samt, af ein­hverjum á­stæðum, sem mér finnst auð­vitað ekki boð­legt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ó­mann­úð­legt,“ sagði Katrín Jakobs­dóttir um mál fjöl­skyldunnar á Bylgjunni í morgun.

Hún segir að mark­mið ríkis­stjórnarinnar sé að lögin séu mann­úð­leg. Það sé ekki boð­legt að fólk þurfi að bíða eftir úr­skurðum og úr­lausn á sínum málum í kerfinu.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, var einnig gestur í Sprengi­sandi í morgun. Hann sagðist vera sam­mála Katrínu.

„Ég er sam­­mála Katrínu með að eitt það mik­il­­væg­asta er að láta þetta ganga hraðar fyr­ir sig og ó­skilj­an­­legt hvað þetta hef­ur tekið lang­an tíma, en sá tími hef­ur lengst, meðal ann­ars vegna þess hvað straum­ur­inn hef­ur auk­ist til Ís­lands.“