Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, heim­sótti Kvenna­at­hvarfið í dag og kynnti sér starf­semi þess. Sig­þrúður Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfsins, tók á móti for­sætis­ráð­herra á­samt Steinunni Val­dísi Óskars­dóttur, skrif­stofu­stjóra jafn­réttis­mála, sem fór yfir þær úr­bætur sem ráðist verður í á komandi mánuðum.

Kvenna­at­hvarfið hefur fundið fyrir aukinni að­sókn á síðast­liðnum vikum en til­kynningum um heimilis­of­beldi hefur fjölgað tölu­vert hjá lög­reglunni frá því CO­VID-19 far­aldurinn fór að láta til sín taka.

Vitundar­vakning um heimilis­of­beldi

Í heim­sókn for­sætis­ráð­herra var rætt um þá vitundar­vakningu sem hefur orðið í tengslum við heimilis­of­beldi sem hefur átt sér stað vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins. Þá var mikil­vægi þess að vinna mark­visst að mál­efnum barna sem verða fyrir heimilis­of­beldi og úr­ræði sem eru í boði fyrir ger­endur einnig ofar­lega á baugi í heim­sókninni. .

„Kvenna­at­hvarfið er á­kaf­lega mikil­vægt skjól fyrir konur og börn sem beitt eru of­beldi á heimilum sínum. Vís­bendingar um aukið heimilis­of­beldi í tengslum við CO­VID-19 segja okkur að við þurfum að gefa í hvað varðar for­varnir og fræðslu því að­eins þannig upp­rætum við of­beldið,“ segir Katrín í til­kynningu frá For­sætis­ráðu­neytinu.