Niðurstöður í forvali Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður liggja nú fyrir en rafrænt forval flokksins fór fram daganna 16. – 19. Maí.
Valið var í fjögur efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Katrín Jakobsdóttir, forsætirsráðherra hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið. Þar á eftir var Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þær munu því leiða lista flokksins í Reykjavík í komandi kosningum.
Í þriðja sæti varð Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona flokksins sem færir henni 2. sæti á lista. Þá varð Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður umhverfisráðherra í fjórða sæti sem færir honum einnig 2. sæti á lista.
Niðurstaða forvalsins var eftirfarandi:
- sæti Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti
- sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti
- sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið
- sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið
- sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti
- sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti
- sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti
- sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti
11 voru í framboði og greiddu 927 félagar í Vinstri grænum í Reykjavík atkvæði.