Niður­stöður í for­vali Vinstri grænna í Reykja­víkur­kjör­dæmum suður og norður liggja nú fyrir en raf­rænt for­val flokksins fór fram daganna 16. – 19. Maí.

Valið var í fjögur efstu sæti á fram­boðs­lista hreyfingarinnar í al­þingis­kosningunum sem fram fara í haust. Katrín Jakobsdóttir, forsætirsráðherra hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið. Þar á eftir var Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þær munu því leiða lista flokksins í Reykjavík í komandi kosningum.

Í þriðja sæti varð Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona flokksins sem færir henni 2. sæti á lista. Þá varð Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður umhverfisráðherra í fjórða sæti sem færir honum einnig 2. sæti á lista.


Niður­staða for­valsins var eftir­farandi:

  1. sæti Katrín Jakobs­dóttir með 784 at­kvæði í 1. sæti
  2. sæti Svan­dís Svavars­dóttir með 714 at­kvæði í 1. sæti
  3. sæti Steinunn Þóra Árna­dóttir með 487 at­kvæði í 1.-2. sætið
  4. sæti Orri Páll Jóhanns­son með 459 at­kvæði í 1.-2. sætið
  5. sæti Eva Dögg Davíðs­dóttir með 529 at­kvæði í 1.-3. sæti
  6. sæti Daníel E. Arnar­son með 516 at­kvæði í 1.-3. sæti
  7. sæti Bryn­hildur Björns­dóttir með 693 at­kvæði í 1.-4. sæti
  8. sæti René Bia­sone með 545 at­kvæði í 1.-4. sæti

11 voru í fram­boði og greiddu 927 fé­lagar í Vinstri grænum í Reykja­vík at­kvæði.