Ný­skipaður sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi, Jef­frey Ross Gunt­her, fundaði með Katrínu Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, í stjórnar­ráðinu í dag. Þar lýsti Katrín sig reiðu­búna til þess að funda með Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkjanna, þann 4. septem­ber næst­komandi. Þetta stað­festir Lára Björg Björns­dóttir, upplýsingafulltrúi ríkis­stjórnarinnar.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint er til skoðunar að varaforsetinn dvelji lengur á Ís­landi en upp­haf­legar á­ætlanir stóðu til um. Upp­runa­lega ætlaði hann sér að funda með Guð­laugi Þór Þórðar­syni, utan­ríkis­ráð­herra þann 3. septem­ber og halda síðan til Bret­lands daginn eftir.

„Hingað í dag kom nýr sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi á fund í for­sætis­ráðu­neytinu,“ segir Lára í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Á þeim fundi var sá mögu­leiki ræddur að varaforseti myndi framlengja dvöl sína og að for­sætis­ráð­herra og vara­for­setinn myndu þannig ná saman á fundi 4. septem­ber þegar Katrín kæmi til baka frá Sví­þjóð, og á þeim fundi lýsti for­sætis­ráð­herra sig reiðu­búna til þess,“ segir Lára enn­fremur.