Katrín Jakobsdóttir er nú stödd í Tékklandi til að funda með hinu Pólitíska bandalagi Evrópuríkja. Um er að ræða nýjan samstarfsvettvang sem stefnir að því að sameina ríki Evrópu burtséð frá því hvort þau tilheyri Evrópusambandinu.

Fundinum var skipt upp í fjögur hringborð og stýrði Katrín umræðum um orku, loftslags- og efnahagsmál á einu þeirra. Innrás Rússlands í Úkraínu var einnig til umræðu en Rússar voru ekki meðal þeirra 44 þjóða sem boðið var á fundinn.

Á Instagram-reikningi sínum deildi Katrín myndum af samskiptum sínum við ýmsa þjóðarleiðtoga.

Macron og Katrín fallast í faðma.
Mynd/Instagram
Katrín tekur í spaðann á Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd/Instagram
Katrín ásamt starfsystrum sínum, Magdalenu Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Mynd/Instagram