Katrín Sigurjónsdóttir, nýr sveitarstjóri Norðurþings, fær 1,6 milljónir króna í laun samkvæmt nýsamþykktum ráðningarsamningi. Katrín var áður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Samkvæmt samningnum eru grunnlaunin fyrir alla vinnu sveitarstjóra auk nauðsynlegra aukastarfa utan reglubundins vinnutíma. Er því ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu.

Norðurþing leggur hins vegar til farsíma og tölvu og greiðir af því hvort tveggja allan kostnað sem og allan ferðakostnað og dagpeninga sem skapast.