Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hyggst á morgun leggja fram frum­varp um heimild til að gera sam­komu­lag um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guð­mundar- og Geir­finns­málunum.

Þetta kom fram í ó­undir­búnum fyrir­spurna­tíma á Al­þingi í morgun. Hún sagði að annars vegar yrði um að ræða sam­komu­lag til eftir­lif­enda og hins vegar til af­kom­enda þeirra.

„Ég held það sé mjög mikil­vægt í ljósi þess hvernig málið var vaxið,“ sagði Katrín.

Alþingi verði að taka afstöðu

Katrín benti á að fyrir liggi að Guð­jón Skarp­héðins­son ætli með bóta­kröfu sína fyrir dóm og því sé mikil­vægt að Al­þingi taki af­stöðu til þeirrar fjár­hæðar sem hún ætlar að leggja til í frumvarpi sínu. Guð­jón hefur farið fram á rúman milljarð í bætur á meðan ríkið bauð honum hundrað milljónir króna. Ís­lenska ríkið hefur nú farið fram á að þurfa ekki að greiða honum neinar bætur.

Katrín sagði að verk­efni sátta­nefndar hafi verið erfitt og flókið viður­eignar, en svaraði ekki spurningum um hvort hún hafi lagt blessun sína yfir greinar­gerð ríkis­lög­manns, þar sem ríkið fer fram á að verða sýknað af bóta­kröfu Guð­jóns.

Afsökunarbeiðni stendur

„Ég vil í­treka það sem ég sagði hér þegar dómur Hæsta­réttar féll. Og ég bað þá sem þar voru sýknaðir af­sökunar fyrir hönd ís­lenskra stjórn­valda. Sú af­sökunar­beiðni stendur. Í kjöl­far hennar var skipuð sátta­nefnd sem við höfum stundum rætt á vett­vangi þingsins. Hennar starf tók tölu­verðan tíma og ég hef líka rætt það á vett­vangi þingsins að ég hefði kosið að hún hefði lokið sínu verki fyrr. En um leið viður­kenni ég að málið er flókið og ein­stætt í Ís­lands­sögunni,“ sagði Katrín og bætti við að verk­efni sátta­nefndar hafi ekki verið öfunds­vert.