Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra kynnti saman­tekt á ríkis­stjórnar­fundi í morgun um þau laga­frum­vörp, þings­á­lyktanir, að­gerðir og verk­efni sem tengjast að­gerðum ríkis­stjórnarinnar gegn kyn­bundnu og kyn­ferðis­legu of­beldi og á­reitni á yfir­standandi kjör­tíma­bili. Þetta kemur fram í til­kynningu frá For­sætis­ráðu­neytinu.

Þá fundaði for­sætis­ráð­herra með Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga í morgun þar sem farið var yfir stöðu að­gerða í nýrri for­varna­á­ætlun gegn kyn­bundnu og kyn­ferðis­legu á­reitni og of­beldi sem sam­þykkt var á Al­þingi í júní í fyrra.

„Vegna þeirrar miklu um­ræðu sem skapast hefur í sam­fé­laginu eftir að þol­endur hafa enn og aftur stigið fram og sagt frá reynslu sinni fór ég yfir að­gerðir ríkis­stjórnarinnar á yfir­standandi kjör­tíma­bili til að breyta lög­gjöf, bæta stöðu brota­þola og koma af stað öflugu for­varnar­starfi þegar kemur að kyn­bundnu of­beldi og á­reitni. Þar langar mig sér­stak­lega til að minnast á nýju for­varnar­á­ætlunina sem mun nú vísa okkur veginn til fram­tíðar,“ segir Katrín Jakobs­dóttir í frétta­til­kynningu.

„For­varnar­starfið er nefni­lega lykil­at­riði, því við út­rýmum ekki kyn­bundnu of­beldi bara með breytingum á lög­gjöf, heldur þarf líka að verða rót­tæk við­horfs­breyting. Margir á­fanga­sigrar hafa orðið á þessu kjör­tíma­bili en enn er mikið verk fram­undan og því höldum við ó­trauð á­fram.“

Meðal að­gerða sem ríkis­stjórnin hefur ráðist í á þessu kjör­tíma­bili er full­fjár­mögnuð á­ætlun um for­varnir gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og á­reitni fyrir 2021-2025, styrkir til þol­enda­mið­stöðva víða um land, lög um kyn­ferðis­lega frið­helgi, lög um um­sátursein­elti, laga­frum­varp lagt fram um betr­um­bætur á réttar­stöðu brota­þola, vitundar­vakning gegn heimilis­of­beldi, auknir fjár­munir til lög­reglu og héraðs­sak­sóknara til að bæta rann­sókn og með­ferð kyn­ferðis­brota og þróun náms­efnis sem stuðlar að for­vörnum gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og á­reitni fyrir fram­halds­skóla.